Rannís - Rannsóknamiðstöð Íslands

Forsíðuborðar

Þjónusta, stuðningur og styrkir

Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks þekkingarsamfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu.

...



Fréttir

_90A3731

18.4.2024 : Dr. Heiða María Sigurðardóttir, prófessor við Háskóla Íslands, og Dr. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, hljóta Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs

Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs fyrir árin 2023 og 2024 voru afhent við hátíðlega athöfn á Rannsóknaþingi Rannís sem fór fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag.  

Lesa meira
ISS_24519_00123

18.4.2024 : Útgjöld til rannsókna og þróunarstarfs á Íslandi halda áfram að aukast

Útgjöld til rannsókna og þróunar héldu áfram að aukast á árinu 2022 og námu rúmlega 100 milljörðum króna. Frá árinu 2018 hafa útgjöld aukist um 44 milljarða króna eða um 77% og munar þar mest um aukin útgjöld fyrirtækja til rannsókna og þróunar, en þau hafa tvöfaldast á fjórum árum. Telja má víst að opinber stuðningur hafi hvetjandi áhrif, en styrkir til nýsköpunarfyrirtækja þrefölduðust frá 2018 til 2022.

Lesa meira

11.4.2024 : Sérfræðingur í rannsóknateymi

Sérfræðingur óskast í fullt starf hjá Rannís. Starfið felur í sér umsjón með allt að þremur fagráðum Rannsóknasjóðs; með áherslu á fagráð raunvísinda og stærðfræði og fagráð verkfræði og tæknivísinda, auk umsjónar með öðrum innlendum sjóðum og alþjóðlegum verkefnumUmsóknarfrestur er til og með 2. maí 2024.

Lesa meira

11.4.2024 : Næstu umsóknarfrestir LIFE: Upplýsingadagar og fyrirtækjastefnumót

Opnað verður fyrir umsóknir í LIFE, umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins, 18. apríl næstkomnandi og eru umsóknarfrestir í september. 

Lesa meira

10.4.2024 : Vinnustofa fyrir rannsakendur frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum

Vinnustofa fyrir rannsakendur frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum verður haldin 19.-21. ágúst 2024 í Norræna húsinu í Þórshöfn á Færeyjum. Vinnustofan er fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni.

Lesa meira
Defend-Iceland-Vidburdur-11.-apr.24

9.4.2024 : Tökum við netárásir alvarlega? Netárásir og áfallaþol á tímum stafrænna ógna

Netöryggisfyrirtækið Defend Iceland, ásamt Rannís, Háskólanum í Reykjavík og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS), efnir til hádegisfundar fimmtudaginn 11. apríl í Fenjamýri í Grósku þar sem sjónum verður beint að forvirkum netöryggisráðstöfunum.

Lesa meira

9.4.2024 : Menningarborg Evrópu 2030

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um titilinn Menningarborg Evrópu (European Capital of Culture - ECOC) árið 2030.

Lesa meira

Fréttasafn


Á döfinni

Viðburðadagatal



Þetta vefsvæði byggir á Eplica